SKILALÝSING




Hlíðarvegur 20 – Siglufjörður, Fjallabyggð.
Húsið var teiknað hjá Húsameistara ríkisins undir umsjón Guðjóns Samúelssonar og var formlega tekið í notkun sem skólahús 6. október 1957.
Breytingar hafa verið gerðar á innra fyrirkomulagi og auk þess bætt við þakkvisti og svölum.
Breytingarteikningar eru gerðar af Elínu Þorsteinsdóttir innanhússarkitekt og Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar ehf.
Húsið er staðsteypt, alls þrjár hæðir auk rishæðar. Nýtt gler er í húsinu frá Glerborg ehf. Gluggar eru trégluggar. Nýjar stálsvalir með timburgólfi smíðaðar hjá SR Vélaverkstæði á Siglufirði eru á öllum íbúðum. Handrið á svölum er með stálrimlum.
Nýtt ofnakerfi er í húsinu og eru ofnar frá Ísleifi Jónssyni ehf. en verktaki pípulagna er fyrirtækið Norðurlagnir sf. Raflagnakerfi í húsinu hefur verið endurhannað af fyrirtækinu Rafnýtingu ehf.
Inngangar í húsið eru bæði frá Vallargötu á norðurhlið hússins og að ofanverðu frá Hlíðarvegi. Bílastæði eru bæði að neðanverðu við Vallargötu þar sem lóð er grófjöfnuð og að ofanverðu við Hlíðarveg þar sem lóðin er malbikuð. Íbúðir í húsinu eru 15 talsins: 4. íbúðir á jarðhæð, 5 íbúðir á 1. hæð, 4 íbúðir á 2. hæð og 2. íbúðir í risi. Sameign í húsinu verður fullfrágengin með dúk á gólfum. Lyfta er í húsinu.
Frágangur íbúða
Íbúðirnar afhendast fullbúnar með parketi á gólfum. Eldhúsinnréttingar - baðinnréttingar og fataskápar eru frá HTH. Innréttingar í íbúð 0101 eru sérsmíðaðar hjá Hyrnunni á Akureyri. Eldavél og ofn í eldhúsi eru frá AEG. Innihurðir eru hvítar viðarhurðir frá Birgisson. Baðherbergi skilast fullbúinn og eru flísalögð. Tæki eru frá Tengi og Ísleifi Jónssyni og flísar frá Birgisson. Sturtugler er frá Glerborg. Geymslur eru með öllum íbúðum og skilast málaðar með steingólfi.
Íbúðalisti
Íbúð 0001 65 ferm.
Íbúð 0002 95,3 ferm.
Íbúð 0003 109,4 ferm.
Íbúð 0004 149 ferm.
Íbúð 0101 85,5 ferm.
Íbúð 0102 114,1 ferm.
Íbúð 0103 69 ferm.
Íbúð 0104 87,5 ferm.
Íbúð 0105 85,3 ferm.
Íbúð 0201 112,9 ferm.
Íbúð 0202 111,9 ferm.
Íbúð 0203 94,6 ferm.
Íbúð 0204 149,3 ferm.
Verð: SELD
Verð: SELD
Verð: SELD
Verð: SELD
Verð: SELD
Verð: SELD
Verð: SELD
Verð: SELD
Verð: SELD
Verð: SELD
Verð: SELD
Verð: SELD
Verð: SELD

